Fjölskyldu-Bezzerwizzer

Eins og alþjóð veit sló Bezzerwizzer í gegn þegar hann kom út. Lengi hefur verið beðið með óþreyju eftir nýrri útgáfu af þessu geysivinsæla spili og nú er hún loksins komin!

Hið nýja Bezzerwizzer, eða Fjölskyldu-Bezzerwizzer, er eins og nafnið gefur til kynna fjölskylduvæn útgáfa sem hentar börnum frá 10 ára aldri. Frábær skemmtun fyrir alla unga sem aldna.

Spilið virkar alveg eins og gamli góði Bezzerwizzer; hægt er að nappa spurningaflokkum andstæðinganna með því að ‘Zwappa’, eða stela spurningum þeirra með því að ‘Bezzerwizza.’

Munurinn er aðeins sá að barnungir leikmenn eiga rétt á að heyra 3 svarmöguleika við spurningunni sem þeir mega síðan velja úr. Spilið er því sérstaklega hugsað til að hvetja til spennandi keppni á milli barna og fullorðinna í fjölskyldunni.

Í Fjölskyldu-Bezzerwizzer eru 2.000 spurningar í 16 mismunandi flokkum sem öll fjölskyldan getur skemmt sér yfir.

Hver er mesti Bezzerwizzerinn í þinni fjölskyldu?

Leiktími 30-60 mínútur.

Fyrir 2 eða fleiri leikmenn. Fyrir 10 ára og eldri.