Nýtt! Fjölskyldu-Bezzerwizzer

Loksins er komið nýtt Bezzerwizzer! Um er að ræða nokkuð auðveldari útgáfu sem er ætluð allri fjölskyldunni en spilið inniheldur 2000 nýjar spurningar í 16 mismunandi flokkum. Best er að börn leiki á móti fullorðnum þar sem börnin fá að velja úr mismunandi svarmöguleikum en þeir fullorðnu verða að finna svörin upp á eigin spýtur. Sem fyrr geta leikmenn nappað uppáhaldsflokk andstæðinganna, eða svarað spurningum þeirra og sýnt fram á að þeir séu mesti Bezzerwizzerinn í sinni fjölskyldu!

Gamli góði Bezzerwizzer

Þegar andstæðingar þínir sem þykjast allt vita eru alveg að fara að vinna leikinn fá þeir spurningu sem þeir geta ekki svarað. Hér er þitt tækifæri til að komast áfram og sýna að þú ert Bezzerwizzerinn sem þekkir rétta svarið. Á meðan á leik stendur geturðu jafnvel nappað uppáhaldsflokkunum þeirra og neytt þá þannig til að svara erfiðari spurningum. Þetta er Bezzerwizzer! Spurningaleikurinn þar sem þú græðir á því að þekkja eigin styrk og veikleika andstæðinganna. Þú getur strítt andstæðingunum og svarað spurningunum sem til þeirra er beint. Gleymdu því samt ekki að þeir geta beitt þig sömu brögðum!

BEZZERWIZZER Bricks

Bezzerwizzer Bricks er sería smáspila með spurningum í hinum ýmsu flokkum. Á íslensku eru nú komnir út eftirfarandi flokkar: Fótboltastjörnur, Íslenskt mál, Matargerð og Sjónvarpsþáttaraðir. Bezzerwizzer Bricks er hægt að spila sjálfsætt eða sem viðbót við hið hefðbundna Bezzerwizzer í græna kassanum.