Bezzerwizzer – vinsælasta spurningaspil Skandínavíu

Velgengni Bezzerwizzer hefur verið með ólíkindum en kemur reyndar okkur ekki á óvart þar sem þetta er einkar vandað spurningaspil með spennandi spilaaðferð og tímalausri, einfaldri hönnun.

VELGENGNI BEZZERWIZZER

Eftir að hafa spilað og samið spurningaleiki fyrir fjölskyldu og vini í mörg ár fékk Jesper Bülow hugmyndina að Bezzerwizzer og gaf spilið út í Danmörku árið 2006. „Ég hannaði spil sem ég vildi sjálfur spila“, útskýrir Jesper. Fleiri vildi greinilega líka spila það því spilið náði strax miklum vinsældum og hefur það nú selst í meira en 1 milljón eintaka. Gunnhugmynd spilsins er að útbúa hágæða spurningaspil og því er ávallt unnið er með vönum spurningahönnuðum í hverju landi fyrir sig. Einnig þarf að nota taktík í spilinu og því ekki bara nóg að búa yfir góðri almennri þekkingu, þú þarft að geta notað hana.

SPURNINGAÞYRSTIR NORÐURLANDABÚAR

Eftir að spilið kom út í Danmörku var það gefið út í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Á Norðurlöndunum hefur BEZZERWIZZER selst í yfir 250.000 eintaka.

ÍSLAND 11 LAND BEZZERWIZZER

Spilið hefur einnig komið út í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum.
Árið 2014 hefur BEZZERWIZZER verið gefið út í Hollandi, Belgíu og að ógleymdu Íslandi. Íslendingar hafa haft mikinn áhuga á spurningaspilum og það verður spennandi að sjá hvort þjóðin taka þessu spili, sem býr yfir skemmtilegri blöndu að spurningum, taktík og stríðni, jafnvel og frændþjóðir okkar.

NOKKRAR UMSAGNIR OG VERÐLAUN Á NORÐURLÖNDUNUM

anmeldelser IS

Bezzerwizzer – vinsælasta spurningaspil Skandínavíu PDF