Íslendingar leggja þekkingu sína að veði í spilinu BEZZERWIZZER!

Heldurðu að þú vitir betur og iðar í skinninu að koma þeirri þekkingu að? Þú færð tækifæri til þess í nýjum spurningaleik og sýna öðrum að þú ert BEZZERWIZZER!

Krefjandi og líflegt spurningaspil

BEZZERWIZZER er sprottið af brennandi áhuga á áhugaverðum staðreyndum og löngun til að sameina fólk í leik. Eftir að hafa spilað og samið spurningaleiki fyrir fjölskyldu og vini í mörg ár fékk Jesper Bülow hugmyndina að BEZZERWIZZER og gaf spilið út í Danmörku árið 2006. „Ég hannaði spil sem ég vildi sjálfur spila. Spilarar neyðast til að vera með allan tímann en m.a. er hægt að veðja á að geta svarað spurningum andstæðinganna. Þá er enginn teningur sem hægt er að kenna um sigur annarra“, útskýrir Jesper. Spilið náði strax miklum vinsældum og hefur það nú selst í meira en 1 milljón eintaka.

Þekking, taktík og vélabrögð

Í BEZZERWIZZER er reynt á þekkingu spilara í 20 mismunandi flokkum. En í spilinu græðir þú á að þekkja eigin styrk og veikleika andstæðinga. Meðan á leik stendur geturðu jafnvel nappað uppáhaldsflokkunum þeirra eða svaraðu spurningum sem til þeirra er beint. Síðast en ekki síst, sannur BEZZERWIZZER er sá sem getur svarað spurningum sem mótspilarar hans gátu ekki.

Gæði umfram allt

BEZZERWIZZER er þróað af fólki sem elskar spurningaspil. Við erum þess fullviss að lykillinn að skemmtilegu spurningaspili og góðri upplifun sé hár gæðastaðall á öllum sviðum leiksins. En það sem er allra mikilvægast: hágæðaspurningar sem þú vilt virkilega vita svarið við. Því voru fengnir til verksins reyndir íslenskir spurningahöfundar.
„Við erum yfir okkur ánægð með BEZZERWIZZER á íslensku. Um er að ræða mjög vandað spil með yfir 3000 spurningum sérstaklega samdar fyrir íslenskan markað, spennandi spilaaðferð og tímalaus, einföld hönnun“. Nordic Games, dreifingaraðili BEZZERWIZZER á Íslandi.
IS udpakket RGB

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslendingar leggja þekkingu sína að veði í spilinu BEZZERWIZZER! PDF