Bezzerwizzer

Þegar andstæðingar þínir sem þykjast allt vita eru alveg að fara að vinna leikinn fá þeir spurningu sem þeir geta ekki svarað. Hér er þitt tækifæri til að komast áfram og sýna að þú ert Bezzerwizzerinn sem þekkir rétta svarið.

Á meðan á leik stendur geturðu jafnvel nappað uppáhaldsflokkunum þeirra og neytt þá þannig til að svara erfiðari spurningum.

Þetta er Bezzerwizzer! Spurningaleikurinn þar sem þú græðir á því að þekkja eigin styrk og veikleika andstæðinganna. Þú getur strítt andstæðingunum og svarað spurningunum sem til þeirra er beint. Gleymdu því samt ekki að þeir geta beitt þig sömu brögðum!

Í Bezzerwizzer eru 3.000 spurningar í 20 mismunandi flokkum sem þú getur haft gaman af að spreyta þig á með vinum þínum.

Nú er komið að því að sjá hvert ykkar er mesti Bezzerwizzerinn!

Leiktími 30-60 mínútur.

Fyrir 2 eða fleiri leikmenn. Fyrir 15 ára og eldri.